fim 08.des 2022
Sjáðu skelfilegt víti hjá ungstirni Lyon gegn Arsenal
Rayan Cherki

Arsenal vann öruggan 3-0 sigur á Lyon í Dubai Super Cup í dag.Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en eftir 90 mínútna leik fór fram vítaspyrnukeppni. Þar fengu liðin tækifæri til að næla í eitt stig.

Þar var lítið skorað og svo fór að Arsenal hafði betur 2-1.

Hinn 19 ára gamli Rayan Cherki er reynslu mikill leikmaður Lyon þrátt fyrir ungan aldur en hann ætlaði að vera sniðugur í vitaspyrnukeppni og tók svokallaða Panenka spyrnu þar sem hann vippar boltanum beint á markið.

Skotið var ansi laust og lélegt og átti Karl Hein markvörður Arsenal ekki í neinum vandræðum með hana en hann varði fjórar spyrnur í leiknum.