fim 08.des 2022
Þýskaland með hæsta xG-ið á HM til þessa

8-liða úrslitin á HM hefjast á morgun en Þýskaland varð fyrir hvað mestum vonbrigðum á mótinu. Liðið féll úr leik í riðlakeppninni.Þrátt fyrir það var liðið svo sannarlega að skapa sér færi en xG tölfræði er mjög vinsæl í dag og samkvæmt henni hefðu Þjóðverjar geta skorað rúmlega ellefu mörk.

xG eða Expected goals er tölfræði sem segir hversu líklegur leikmaðurinn er að skora úr því færi sem hann skýtur.

Þýskaland var með fjögur stig í riðlinum og skoraði aðeins sex mörk. í 2. sæti er Brasilía með xG upp á 8.53 og Frakkland í 3. sæti með 8.50. Brasilía hefur skorað sjö mörk en Frakkland níu.