fim 08.des 2022
[email protected]
Meistaradeild kvenna: Wolfsburg í 8 liða úrslit - Jafnt í stórleik
 |
Mateja Zver í leik með Þór/KA |
Fjórðu umferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna lauk í kvöld.
Real Madrid mistókst að endurheimta annað sætið af PSG í A riðli en liðið gerði jafntelfli gegn Chelsea 1-1 á heimavelli. Real var 1-0 yfir í hálfleik en Chelsea fékk víti eftir um klukkutíma leik. Guro Reiten skaut í stöngina úr vítaspyrnunni en boltinn fór í bakið á Misa markverði Real og í netið. A-riðill er því enn galopinn þegar tvær umferðir eru eftir. Chelsea á toppnum með 10 stig, PSG í 2. með 7 og Real með fimm. Vllaznia rekur lestina án stiga. Sveindís Jane og stöllur í Wolfsburg eru komnar áfram í 8 liða úrslitin eftir að St Polten og Slavia Prag skildu jöfn 1-1. Mateja Zver fyrrum leikmaður Þór/KA tryggði St Polten stig en liðið á möguleika á því að komast áfram og slá Roma úr leik. Wolfsburg er með 10 stig á toppnum, Roma í 2. sæti með sjö stig, St. Polten með fjögur en Slavia sem sló Val úr leik í forkeppninni er úr leik með 1 stig. Real Madrid W 1 - 1 Chelsea W 1-0 Caroline Weir ('36 ) 1-1 Guro Reiten ('59 , víti) St. Polten W 1 - 1 Slavia Praha W 0-1 Kristyna Ruzickova ('27 ) 1-1 Mateja Zver ('40 )
|