fim 08.des 2022
Karius: Leið eins og ég væri að spila minn fyrsta leik

Loris Karius fyrrum markvörður Liveprool lék sinn fyrsta leik í langan tíma í kvöld.Karius samdi við Newcastle fyrir þremur mánuðum en hann hafði verið án félags síðan í lok júní þegar samningur hans við Liverpool rann út.

Hann var á láni hjá Union Berlin tímabili 2020/21 þar sem hann lék aðeins fjóra leiki. Hann var í marki Newcastle í fyrsta sinn í dag þegar liðið lék æfingaleik gegn Al-Hilal.

„Þetta er góð tilfinning og gefur mér góða tilfinningu upp á framhaldið. Eftir svona langan tíma án þess að spila leið mér eins og ég væri að spila minn fyrsta leik. Ég er mjög ánægður að ná nokkrum vörslum og hjálpa liðinu að vinna, fá tilfinninguna fyrir þessu aftir," sagði Karius eftir leikinn.