fim 08.des 2022
Bose-mótið: Blikar enn án stiga - Markaleikur á Kópavogsvelli
Sigurður Bjartur Hallsson

Breiðablik 3-4 KR
Mörk Blika: Kristinn Steindórsson, Eyþór Aron Wöhler og Dagur Örn Fjeldsted
Mörk KR: Sigurður Bjartur Hallsson 2 og Stefán Árni Geirsson 2.Breiðablik og KR áttust við í A riðli á Bose-mótinu á Kópavogsvelli fyrr í kvöld.

Þetta var fyrsti leikur KR á mótinu en Breiðablik tapaði sínum fyrsta leik gegn Fram 3-2.

Það var svakalegur markaleikur í kvöld en Breiðablik tapaði öðrum leik sínum á mótinu þar sem KR fór með 4-3 sigur af hólmi. Blikar voru 2-0 yfir í hálfleik en KR skoraði fjögur mörk í röð í þeim síðari áður en Blikar klóruðu í bakkann.

Sigurður Bjartur Hallsson og Stefán Árni Geirsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir KR. Kristinn Steindórsson, Eyþór Aron Wöhler og Dagur Örn Fjeldsted skoruðu mörk Blika.

Þetta var fyrsta mark Dags fyrir Breiðablik en hann er fæddur árið 2005.