fös 09.des 2022
[email protected]
Ramsay fékk pirrandi fréttir í læknisskoðuninni hjá Liverpool
Calvin Ramsay er loksins að komast af stað með Liverpool en hann meiddist fljótlega eftir að hafa skrifað undir hjá félaginu.
Ramsay gekk til liðs við félagið í sumar frá Aberdeen en hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum á þessu tímabili. Hann er mættur til Dúbai með félaginu þar sem liðið mun spila tvo æfingaleiki. Hann mun væntanlega spila báða leikina þar sem Trent Alexander-Arnold er staddur á HM. Ramsay talaði við Liverpoolfc.com um meiðslin. „Þetta var pirrandi því ég var bara ný kominn. Ég vildi koma og byrja að æfa og spila en í læknisskoðuninni kom í ljós að það væri sprunga í bakinu og það voru ekki bestu fréttirnar. Ég var frá í nokkra mánuði. Nú er ég mættur aftur á æfingar, ég er bara að njóta. Vonandi fæ ég einhverjar mínútur," sagði Ramsay.
|