fös 09.des 2022
Everton íhugar að kalla Branthwaite til baka úr láni

Jarrod Branthwaite varnarmaður Everton var sendur á lán til hollenska liðsins PSV fyrir tímabilið en Everton íhugar að taka hann til baka í janúar.Þessi tvítugi miðvörður hefur leikið 12 leiki fyrir PSV í öllum keppnum á þessari leiktíð.

Þjálfarateymi Everton metur hann mikils en hann hefur þegar leikið 13 leiki fyrir enska félagið á ferlinum. Hann er hins vegar á eftir  Ben Godfrey, Michael Keane, Mason Holgate og Yerry Mina í goggunarröðinni.

Branthwaite gekk til liðs við Everton frá Carlisle í janúar árið 2020 fyrir eina milljón punda.