fös 09.des 2022
Reyndi að koma Leao til Real Madrid en fékk nei
Jorge Mendes umboðsmaður portúgalska landsliðsmannsins Rafael Leao reyndi að fá Real Madrid til að kaupa hann.

Framtíð Leao hjá AC Milan er í óvissu, samningur hans rennur út sumarið 2024 og viðræður um nýjan samning ganga hægt.

Chelsea hefur mikinn áhuga á Leao en þessi 23 ára leikmaður hefur sýnt flott tilþrif á HM.

Real Madrid er með Vinicius Junior á vinstri vængnum og hefur ekki áhuga á að fá Leao á þessum tímapunkti.

Auk Chelsea hefur Leao verið orðaður við Paris Saint-Germain, Manchester United og Manchester City. Þá eru viðræðurnar við AC Milan um nýjan samning enn í gangi.