fös 09.des 2022
Brassi dæmir hjá Englandi og Englendingur hjá Brasilíu
Wilton Sampaio.
Michael Oliver.
Mynd: Getty Images

Brasilíumaðurinn Wilton Sampaio mun dæma leik Englands og Frakklands annað kvöld í 8-liða úrslitum HM.

Sampaio er 40 ára og þetta verður fjórði leikur hans á HM. Hann dæmdi síðast leik Hollands og Bandaríkjanna.

Hér má sjá hverjir dæma í 8-liða úrslitum.

Leikir dagsins:

15:00 Króatía - Brasilía
Michael Oliver (England)

19:00 Holland - Argentína
Antonio Mateu Lahoz (Spánn)

Leikir morgundagsins:

15:00 Marokkó - Portúgal
Facundo Tello (Argentína)

19:00 England - Frakkland
Wilton Sampaio (Brasilía)