fös 09.des 2022
Bjarni Gunnarsson heim í Fjölni (Staðfest)
Bjarni Gunnarsson er kominn aftur heim í Fjölni og mun spila með liðinu í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Bjarni er 29 ára sóknarmaður sem uppalinn er í Fjölni en kom í HK frá ÍBV í sumarglugganum 2016 eftir tvö og hálft tímabil í Eyjum.

Bjarni snýr aftur í Grafarvoginn eftir tíu ára fjarveru. Hann hefur á sínum ferli spilað 202 leiki og skorað í þeim 39 mörk.

Á síðasta tímabili lék Bjarni aðeins þrjá leiki í deild og bikar með HK.

Fjölnir hafnaði í fjórða sæti í Lengjudeildinni á síðasta tímabili.