fös 09.des 2022
Byrjunarlið Króatíu og Brasilíu: Óbreytt lið Brasilíu - Tvær breytingar hjá Króatíu
Neymar mætir á Education City leikvanginn.
Luka Modric.
Mynd: Getty Images

Brasilía er mun sigurstranglegra liðið fyrir leikinn gegn Króatíu sem hefst klukkan 15. Þetta er fyrsti leikur 8-liða úrslita HM og er spilaður á Education City leikvangnum.

Brassarnir eru taldir sigurstranglegastir á mótinu en Króatar eru ólseigir og unnu Japana í vítakeppni í 16-liða úrslitum.

Króatía gerir tvær breytingar á byrjunarliði sínu. Mario Pasalic leikmaður Atalanta kemur inn fyrir Nikola Vlasic og Borna Sosa hefur jafnað sig af meiðslum og er í vinstri bakverðinum í stað Borna Barisic. Brasilía er með óbreytt lið.Byrjunarlið Brasilíu: Alisson; Militao, Marquinhos, Thiago Silva, Danilo; Paquetá, Casemiro; Raphinha, Neymar, Vinicius, Richarlison.Byrjunarlið Króatíu: Livakovic; Juranovic, Lovren, Gvardiol, Sosa; Modric, Brozovoic, Kovacic; Pasalic, Kramaric, Perisic.

8-liða úrslit HM:

föstudagur 9. desember
15:00 Króatía - Brasilía
19:00 Holland - Argentína

laugardagur 10. desember
15:00 Marokkó - Portúgal
19:00 England - Frakkland