fös 09.des 2022
[email protected]
Finnst stórfurðulegt að vinur Ronaldo sé í portúgalska teyminu
 |
Ricky Regufe í rauða bolnum í göngutúr með portúgalska liðinu. |
Portúgalskir fjölmiðlar segja að leikmönnum innan landsliðsins finnist það stórfurðulegt að vinur Cristiano Ronaldo sé með liðinu í Katar og sé innan starfsteymisins.
Ricky Regufe heitir maðurinn og hefur starfað fyrir Ronaldo síðan 2018 í hinum ýmsum málum.
Regufe er innan svæðisins sem leikmenn portúgalska liðsins nota og er í mikilli nálægð við leikmenn á leikdegi. Engir aðrir leikmenn hafa fengið að fá inn gesti en Ronaldo er hinsvegar með sinn mann í innsta hring.
Leikmenn eru sagðir furða sig á nærveru Refuge og sumum finnst hún jafnvel óþægileg. Refuge hefur verið náinn vinur og starfsmaður Ronaldo og ferðast með honum á ýmsa viðburði og verðlaunaafhendingar í gegnum árin.
Mikið hefur verið rætt og ritað um Ronaldo en hann var á settur á bekkinn þegar Portúgal rúllaði yfir Sviss í 16-liða úrslitum HM. Portúgal mætir Marokkó á morgun.
|