fös 09.des 2022
Deschamps: England ekki með neina veikleika

Didier Deschamps þjálfari franska landsliðsins segir að enska landsliðið sé ekki með neina veikleika.England og Frakkland mætast í 8-liða úrslitum á HM á morgun og eðlilegt að það sé erfitt að finna veikleika á liðum sem eru komin þetta langt á stórmóti.

„Þeir eru ekki með neina veikleika, öll lið hafa styrkleika, mörg hafa ekki marga veikleika, sum minni styrkleika. Þeir hafa fengið tækifæri til að sjá okkur í fjórum leikjum þó þriðji leikurinn hafi ekki verið notfær fyrir þá. Að lokum þarf maður alltaf að gera smá breytingar hér og þar og finna smá veikleika á andstæðingnum," sagði Deschamps.

Leikurinn fer fram kl 19 á morgun en kl 15 mætast Portúgal og Marokkó, sigurvegarar morgundagsins mætast síðan í undanúrslitum.