fös 09.des 2022
Sauð upp úr í leik Hollands og Argentínu - Háspenna á lokamínútunum
Wout Weghorst

Þegar þetta er skrifað eru um 10 mínútur eftir af leik Hollendinga og Argentínumanna í 8 liða úrslitum á HM.Það stefndi í sigur Argentínu en Wout Weghorst kom inn á af bekknum og minnkaði muninn fyrir Holland.

Mikið hefur gengið á síðustu mínútur en Hollendingar hafa reynt allt til að jafna metin.

Undir lok venjulegsleiktíma sauð upp úr eftir að Leandro Paredes tók leikmann Hollands niður og negldi svo boltanum í átt að varamannabekk Hollendinga.

Það fór illa í varamenn og aðra leikmenn Hollands og urðu til smá stimpingar. Virgil van Dijk hrinti m.a. leikmanni Argentínu hressilega en slapp við áminningu.

Það er ekki úr sögunni að við fáum háspennu framlengingu í kvöld.