fös 09.des 2022
Ten Hag um Ronaldo: Hann vissi hverju hann átti von á
Ronaldo og Ten Hag

Erik ten Hag stjóri Manchester United hefur nú opnað sig um mál Cristiano Ronaldo en samningi hans við félagið var rift eftir að hann fór í fræga viðtalið hjá Piers Morgan.Félagið getur ekki samþykkt þetta viðtal. Hann vissi hverju hann átti von á með því að fara í það. Ég hef séð stærsta hluta af því en ekki allt. Það var ljóst eftir það að hann þurfti að fara. Við þurftum ekki að ræða það, það var ljóst," sagði Ten Hag.

„Félagið getur bara náð árangri ef allir eru á sömu blaðsíðu."

Hann var spurður hvort hann gæti fyrirgefið Ronaldo.

„Ég vil ekki svara því. Ég er tilbúinn til að tala við hann svo af hverju ekki? Ég var heiðarlegur og opinn og við spjölluðum um mína sýn svo ég hef ekkert á móti því að ræða við hann. Ekki það að ég haf eitthvað sérstakt að segja," sagði Ten Hag.

„Ég vildi að hann yrði áfram frá upphafi en hann vildi fara. Þegar leikmaður vill klárlega ekki vera hjá félaginu verður hann að fara, það er ljóst. Við viljum nýja framtíð hjá Man Utd og hann vildi ekki vera hluti af henni, áfram gakk,"