lau 10.des 2022
Neymar búinn að spila sinn síðasta landsleik?

Neymar íhugar að hætta að spila með brasilíska landsliðinu eftir vonbrigðin á HM þar sem liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Króatíu í gær.Neymar kom Brasilíu yfir í framlengingunni en Króatía jafnaði metin undir lokin.

Neymar var eðlilega mjög sorgmæddur eftir tapið en hann sagði í viðtali eftir leikinn að hann vissi ekki hver framtíð hans hjá landsliðinu yrði.

„Ég er ekki að loka neinum dyrum fyrir landsliðið en ég er heldur ekki að staðfesta það að ég muni snúa aftur. Ég þarf að hugsa mig um, hvað sé rétt fyrir mig og landsliðið," sagði Neymar.