lau 10.des 2022
Pele sendi Neymar kveðju: Sýnir hversu magnað afrek þetta er

Brasilía féll úr leik á HM í gær en Neymar skoraði 77. markið sitt fyrir landsliðið en leiknum lauk með 1-1 jafntefli gegn Króatíu eftir framlengingu.Hann jafnaði þar með met Pele sem sendi honum hjartnæma kveðju eftir leikinn.

„Ég sá þig vaxa, ég studdi þig á hverjum degi og ég get loksins óskað þér til hamingju með að jafna mig í markafjölda með brasilíska landsliðinu. Við vitum báðir að þetta er meira en bara tala. Ég setti metið fyrir 50 árum, enginn hefur náð því þangað til núna. Þér tókst það drengur, það sýnir hversu magnað afrek þetta er," skrifaði Pele.

„Okkar stærsta verk sem íþróttamenn er að hvetja aðra áfram. Hvetja samherja okkar í dag, næstu kynslóð og síðast en ekki síst alla sem elska íþróttina okkar. Því miður er þetta ekki besti dagurinn okkar."