lau 10.des 2022
Messi reiður út í Van Gaal - „Hann sýndi mér vanvirðingu"
Messi lét Van Gaal heyra það

Það var mikill hiti í Lionel Messi eftir leik Argentínu gegn Hollandi þrátt fyrir sigur í gær.Það var mikið rifist á meðan á leiknum stóð og eftir leik en Messi beindi reiðinni mikið í átt á Louis van Gaal þjálfara hollenska liðsins. Hann sagði í viðtali eftir leikinn að Van Gaal hafi vanvirt sig.

„Mér fannst Van Gaal hafa vanvirt mig á fundum fyrir leikinn og sumir leikmenn hollenska liðsins töluðu alltof mikið í leiknum," sagði Messi.

En Van Gaal sagði að Messi gerði lítið fyrir liðið þegar það væri ekki með boltann.

„Van Gaal selur það að hann spili góðan fótbolta en svo setur hann framherja inn á teiginn og byrjar að sparka löngum boltum. Við áttum skilið að fara áfram og það gerðist," sagði Messi.