mið 14.des 2022
Segir ríginn milli Liverpool og City vera sá mesti

Kyle Walker segir að rígurinn milli Liverpool og Manchester City undanfarin ár sé sá mesti í sögunni ef miðað er við gæði liðanna.„Mér finnst það svona miðað við gæðin á fótboltanum. Engin vanvirðing gagnvart Arsenal sem er stórkostlegt lið eða Man Utd sem er stórkostlegt og hefur unnið helling af deildartitlum."

„Gæðin á fótboltanum og leikmönnum í deildinni í dag er frábær. Geggjað fyrir hlutlausa, Hefði ég viljað rústa deildinni öll þessi ár? Auðvitað, en þetta er stórkostlegt fyrir ensku úrvalsdeildina,"

Man City og Liverpool hafa barist um enska titilinn undanfarin ár en Arsenal hefur komið sterkt inn í ár og er á toppnum á meðan á HM stendur í það minnsta.