fös 16.des 2022
Arteta: Erum að skoða möguleikana í stöðunni
Jesus meiddist á HM.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir félagið vera virkt í leit sinni að mögulegum leikmönnum sem það gæti fengið inn í janúar til að styrkja leikmannahópinn.

Arsenal er á toppi úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu fjórtán umferðirnar og fer næsta umferð fram á öðrum degi jóla.

Gabriel Jesus glímir við meiðsli og verður frá í nokkra mánuði vegna þeirra. Jesus hefur verið lykilmaður til þessa á tímabilinu, verið augljós kostur sem fremsti maður í byrjunarliði Arsenal. Næsti maður á blaði er Eddie Nketiah.

Ferran Torres, Dusan Vlahovic, Mykhailo Mudryk, Joao Felix, Ismael Bennacer, Youri Tielemans og Evan Ndicka eru leikmenn sem sagðir eru á radarnum hjá Arsenal. Vlahovic er sennilega sá eini á listanum sem hægt er að líta á sem hreinræktaða 'níu'. Mudryk og Felix eru kantmenn - þó Felxi geti spilað sem fremsti maður, Bennacer og Tielemans eru miðjumenn og Ndicka er miðvörður.