lau 17.des 2022
[email protected]
Æfingaleikur: Ný andlit er Keflavík lagði Breiðablik
 |
Gunnlaugur Fannar lék með Keflavík. |
Keflavík 2 - 1 Breiðablik 1-0 Jóhann Þór Arnarsson 2-0 Frans Elvarsson 2-1 Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Keflavík spilaði við Íslandsmeistara Breiðabliks í æfingaleik í dag og hafði betur eftir hörku leik. Jóhann Þór Arnarsson og Frans Elvarsson komu Keflavík í tveggja marka forystu áður en Arnór Sveinn Aðalsteinsson, sem hefur leikið með KR síðan hann skipti úr Breiðablik 2017, minnkaði muninn fyrir Blika. Það voru ný andlit í báðum liðum þar sem Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, sem hefur verið hjá Kórdrengjum að undanförnu en á einnig leiki að baki fyrir Víking R. og Hauka, lék með Keflavík í dag. Þá var hinn 17 ára gamli Ágúst Orri Þorsteinsson í liði Blika en hann er talinn vera gífurlega mikið efni. Ágúst Orri er kantmaður sem hefur leikið með unglingaliði Malmö og á sex unglingalandsleiki að baki.
|