þri 20.des 2022
Systir Ronaldo: Versta HM allra tíma
Cristiano Ronaldo.
Fjölskylda Cristiano Ronaldo er dugleg að láta í sér heyra á samfélagsmiðlum.

Núna segir Katia Aveiro, systir hans, að HM í Katar sé versta heimsmeistaramót sögunnar. Líklega spilar það eitthvað inn í að Ronaldo og félagar í Portúgal féllu óvænt úr leik í átta-liða úrslitum gegn Marokkó.

Mögulega spilar það einnig inn í að Lionel Messi fór alla leið með Argentínu og tók gullið. Lengi hefur verið umræða um það hvor þeirra sé bestur í sögunni en margir hafa talað um að þeirri umræðu sé núna lokið þegar Messi er búinn að vinna HM.

„Þetta var versta HM allra tíma... Sem betur fer fengum við góðan úrslitaleik. Til hamingju Argentína," skrifaði Aveiro á Instagram.

Messi var valinn besti maður mótsins en hann fékk ekkert hrós frá systur Ronaldo. Kyllian Mbappe, markahæsti maður mótsins, fékk hins vegar hrós. „Þú ert ótrúlegur," skrifaði hún um Mbappe.

Ronaldo er sem stendur félagslaus en líklegt þykir að hann muni fara til Al Nassr í Sádí-Arabíu eftir áramót.