þri 20.des 2022
Einu ári bætt við hjá fjórum leikmönnum - Viðræður við De Gea
David De Gea.
Manchester United er búið að nýta sér ákvæði í samningum fjögurra leikmanna félagsins.

Leikmennirnir sem um ræðir eru: Marcus Rashford, Diogo Dalot, Luke Shaw og Fred.

United er með ákvæði í samningum sínum við þessa leikmenn um að geta sjálfkrafa framlengt samninga þeirra um ár til viðbótar og er félagið búið að nýta sér það ákvæði. Þeir eru núna allir samningsbundnir út tímabilið 2024.

Markvörðurinn David de Gea er líka með þetta ákvæði í samningi sínum en félagið er í viðræðum við hann um nýjan samning á lægri launum. Hann er í dag einn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 375 þúsund pund í vikulaun.

De Gea hefur sjálfur talað um það að hann sé tilbúinn að lækka laun sín til að halda áfram vegferð sinni á Old Trafford.

Næsti leikur Man Utd er á morgun þegar þeir mæta Burnley í deildabikarnum.