sun 01.jan 2023
Sjáðu markið: Villa nýtti sér mistök Lloris
Hugo Lloris bauð einmitt upp á þennan svip eftir markið
Aston Villa leiðir gegn Tottenham í Lundúnum, 1-0, eftir mark frá Emi Buendia en þetta er mark sem Hugo Lloris, markvörður Tottenham, vill gleyma sem allra fyrst.

Douglas Luiz mundaði skotfótinn af 40 metra færi og rataði boltinn beint á Lloris sem varði boltann klaufalega út í teig.

Ollie Watkins var fyrstur að átta sig og tókst að komast í boltann, leggja hann fyrir Buendia sem skoraði af stuttu færi.

Fremur klaufalegt allt saman en markið má sjá með að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Buendia