mán 02.jan 2023
[email protected]
England í dag - Fer Liverpool upp í Evrópusæti?
Veislan í enska boltanum á nýja árinu heldur áfram en í kvöld er einn leikur þar sem Brentford fær Liverpool í heimsókn.
Bæði lið hafa verið á góðu skriði að undanförnu en Brentford hefur ekki tapað í fimm síðustu leikjum sínum í deildinni og Liverpool hefur unnið fjóra leiki í röð. Ivan Toney framherji Brentford er í veseni eftir að upp komst um brot hans á veðmálareglum deildarinnar og gæti hann átti yfir höfði sér langt bann. Það er ekki búið að ákveða það og á meðan spilar hann og hann hefur skorað í báðum leikjunum eftir HM hléið. Brentford verður hins vegar án hans í kvöld þar sem hann meiddist á hnéi í sigrinum gegn West Ham í síðustu umferð. Liverpool vann mjög ósannfærandi sigur á Leicester þar sem Wout Faes skoraði tvö sjálfsmörk sem færði Liverpool 2-1 sigur. ENGLAND: Premier League 17:30 Brentford - Liverpool
|