sun 01.jan 2023
Tækifæri fyrir Coutinho að sanna sig fyrir nýjum stjóra

Philippe Coutinho leikmaður Aston Villa hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu undir stjórn Unai Emery en það gæti orðið breyting á.



Hann er ný kominn úr meiðslum en hann hefur komið við sögu í tveimur síðustu leikjum liðsins.

John McGinn lagði upp síðara mark liðsins fyrir Douglas Luiz í 2-0 sigrinum á Tottenham í dag en hann meiddist í leiknum og gæti misst af leiknum gegn Wolves á miðvikudaginn.

Coutinho gæti fengið tækifæri í byrjunarliðinu en fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool, Steven Gerrard, fékk hann til félagsins öllum að óvörum frá Barcelona síðasta sumar.