mán 02.jan 2023
Toney mögulega klár í slaginn gegn Liverpool
Toney borinn af velli

Ivan Toney framherji Brentford gæti verið klár í slaginn gegn Liverpool í kvöld en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni kl. 17:30.



Hann var borinn af velli í uppbótartíma í 2-0 sigri liðsins gegn West Ham á föstudaginn. Thomas Frank stjóri liðsins hafði góðar fréttir að færa á fréttamannafundi í gær.

„Það eru góðar fréttir af Toney, þetta eru ekki alvarleg meiðsli. Hann gæti mögulega verið tilbúinn fyrir leikinn. Það er ekkert að hnénu á honum. Án þess að fara of mikið út í smáatriði þá er hefur þetta eitthvað með vöðvann að gera," sagði Frank.

„Sjúkraþjálfararnir útskýrðu þetta nánar en ég steingleymdi því. Ég er bara ánægður að þetta sé ekki alvarlegt."