mán 02.jan 2023
[email protected]
Chambers kampakátur: Norður-London er... vínrauð
Calum Chambers vann sér inn nokkur stig hjá stuðningsmönnum Arsenal í gær þegar hann skaut á Tottenham eftir tap liðsins gegn Aston Villa á nýársdag.
Chambers er fyrrum leikmaður Arsenal en samdi við Aston Villa á síðasta ári. Varnarmaðurinn kom inn á undir lok leiks í gær og hjálpaði til við að sigla sigrinum heim, góð helgi fyrir Arsenal, Aston Villa og Calum Chambers.
„Norður-London er... vínrauð. Gleðilegt nýtt ár! #UTV" Skrifaði Chambers á Twitter.
Vínrauður og blár eru litirnir í treyju Aston Villa. Sigur Aston Villa á Tottenham fullkomnaði helgi Arsenal þar sem liðið hafði sigrað Brighton á laugardeginum. Arsenal og Tottenham eru nágrannar í Norður-London og erkifjendur.
|