mán 02.jan 2023
Segir gagnrýnina vanvirðingu í garð Southampton
Nathan Jones

Nathan Jones stjóri Southampton segir að fólk vanvirði félagið með því að segja að James Ward-Prowse sé með liðið á herðunum á sér.



Ward-Prowse hefur ekki verið upp á sitt besta eins og so margir enda er liðið í botnsæti deildarinnar.

„Það er vanvirðing að segja að hann sé með liðið á herðum sér. Hann er risa leikmaður fyrir okkur miðað við gæðin sem hann hefur en það eru fullt af leikmönnum sem leggja mikið á sig hér," sagði Nathan Jones.

„Við þurfum bara að kunna betur á þetta við þurfum betri aga í sumum háttum í leiknum okkar. Um leið og það kemur byrjum við að næla í stig."