þri 03.jan 2023
Frank þakkar Klopp fyrir hrósið: Aldrei verið jafn erfitt að skora

Liverpool var í stökustu vandræðum með að verjast Brentford í föstum leikatriðum í gær en Jurgen Klopp stjóra Liverpool fannst leikmenn Brentford komast upp með alltof mikið og þeir hafi „teygt vel á reglunum," eins og hann orðaði það.

Klopp sagði að það skapaðist mikil hætta við hvert fast leikaatriði en þeir hafi fengið að toga og ýta í menn full mikið.Thomas Frank var spurður út í þessi ummæli Klopp.

„Við erum með mjög, mjög góða dómara, það voru fjórir á vellinum og svo er VAR herbergi. Það hefur aldrei verið jafn erfitt að skora mörk. Tvö mörk voru dæmd af okkur í dag, ég held að það hafi ekki verið flaggað á þau svo í leik án VAR hefðum við örugglega fengið þau," sagði Frank.

„Auðvitað er ég ánægður með það að hann hrósaði okkur en það er hrós á þá góðu hluti sem við höfum gert í föstum leikatriðum sóknarlega."