fös 06.jan 2023
Spalletti og Ndombele rifust í leikslok

Luciano Spalletti stjóri Napoli var allt annað en sáttur með Tanguy Ndombele miðjumann liðsins eftir leikinn gegn Inter á dögunum.Þeir rifust greinilega út í miðjum velli strax eftir leikinn og þar heyrðist Spalletti segja „Af hverju stóðstu bara þarna?".

Ndombele er á láni frá Tottenham þar sem hann hefur alls ekki fundið sig eftir komuna til London fyrri 55 milljónir punda frá Lyon árið 2019.

Stuðningsmenn Tottenham voru ekki hrifnir af þessu myndbandi en einn skrifaði ummæli við það á Twitter.

„Það verður ekki auðvelt að selja hann upp úr þessu," sagði hann. „Það þarf kraftaverk," sagði annar.