fös 06.jan 2023
Orsic til Southampton (Staðfest)
Orsic fagnar marki sínu

Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, Southampton, hefur nælt í sinn fyrsta leikmann í janúar glugganum. Um er að ræða króatíska miðjumanninn Mislav Orsic frá Dinamo Zagreb.

Kaupverðið er 6 milljónir punda og hann skrifar undir tveggja ára samning.Þessi þrítugi sóknarsinnaði miðjumaður var í stóru hlutverki með króatíska landsliðinu á HM þar sem liðið hafnaði í þriðja sæti.

„Ég er mjög ánægður með að vera hér. Ég er klár og vona að ég muni hjálpa liðinu að ná markmiðum sínum," sagði Orsic við undirskriftina.

Orsic skoraði sigurmark Króata í leiknum um þriðja sætið gegn Marokkó. Hann spilaði 216 leiki fyrir Dinamo og skoraði 91 mark.