fös 06.jan 2023
[email protected]
Keane: Eins og De Gea sé búinn að fá sér
Roy Keane fyrrum leikmaður Manchester United gagnrýndi David de Gea markvörð liðsins fyrir tilburði hans þegar Everton jafnaði metin.
Conor Coady jafnaði metin fyrir Everton eftir að liðið lenti undir á fjórðu mínútu. Neal Maupay átti skot úr þröngu færi en De Gea missti boltann í gegnum klofið á sér ansi klaufalega og eftirleikurinn auðveldur fyrir Coady. „Það er eins og hann sé búinn að fá sér nokkra drykki. Það er eins og markmaðurinn hafi verið rekinn af velli og útileikmaður sé í marki og hann viti ekkert hvað hann á að gera," sagði Keane á ITV.
|