lau 07.jan 2023
Stuðningsmenn Man Utd sungu hómófóbíska söngva um Lampard

Stuðningsmenn Manchester United gerðu sig seka um að syngja ljóta söngva í gær á Old Trafford þegar liðið mætti Everton í Enska bikarnum.Söngvarnir beintust að Frank Lampard stjóra Everton en söngvarnir voru sagðir hómófóbískir.

Rainbow Devils LGBTQ+ stuðningshópur Manchester United fordæmir hegðun þessara stuðningsmanna.

„Við fordæmum harðlega grín sem var gert af Frank Lampard með ólöglegum og hómófóbískum söngvum frá hluta af stuðningsmönnum okkar og viljum að félagið geri eitthvað í þessu," segir á Twitter síðu stuðningshópsins.