lau 07.jan 2023
Mendy fingurbrotnaði á æfingu - fór í aðgerð

Edouard Mendy markvörður Chelsea fór í aðgerð á fingri en hann meiddist á æfingu á dögunum.



Þetta staðfestir enska félagið á Twitter í dag.

Mendy hefur komið við sögu í 11 leikjum á þessari leiktíð en aðeins náð að halda einu sinni hreinu.

Hann hefur aðeins leikið tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni en Graham Potter stjóri liðsins hefur kosið að velja Kepa framyfir Mendy.

„Markvörðurinn Edouard Mendy er búinn að fara í aðgerð á fingri en hann brotnaði á æfingu í vikunni. Þessi þrítugi leikmaður mun vinna náið með læknateyminu í endurhæfingu," segir í yfirlýsingu félagsins.