lau 07.jan 2023
[email protected]
Fofana til Chelsea (Staðfest) - Gerir sex ára samning
Chelsea hefur staðfest að David Datro Fofana sé genginn til liðs við félagið frá Molde í Noregi.
Fofana er tvítugur framherji en hann gerir samning til ársins 2029 með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar. „Kæru stuðningsmenn, ég er mættur. Ég er mjög ánægður með að ganga til liðs við draumaliðið. Sé ykkur fljótlega á vellinum," sagði Fofana við undirskriftina. Fofana skoraði 15 mörk í 24 leikjum fyrir Molde sem varð norskur meistari á síðustu leiktíð.
|