lau 07.jan 2023
[email protected]
Ward-Prowse skoraði úr fyrirgjöf
James Ward-Prowse er þekktur fyrir að skora úr aukaspyrnum en hann gerði slíkt í fyrri hálfleik í leik Southampton gegn Crystal Palace.
Odsonne Edouard kom Palace yfir en Ward-Prowse jafnaði metin. Palace fékk aukaspyrnu langt utan af velli og það er ljóst að hann ætlaði að reyna fyrirgjöf en boltinn fór yfir allan pakkann og skoppaði í netið. Eins og fyrr segir er hann þekktur fyrir að skora mörk beint úr aukaspyrnum en hann hefur skorað 15 slík mörk í úrvalsdeildinni og er aðeins þremur mörkum frá því að jafna David Beckham sem er með flest mörk. Markið má sjá hér fyrir neðan.
|