lau 07.jan 2023
Evra vill ekki fá Felix til United - „Ég vil að við verðum ljótir"
Patrice Evra í leik með Manchester United

Patrice Evra fyrrum leikmaður Manchester United vill ekki að félagið næli í Joao Felix leikmann Atletico Madrid.



Felix og Diego Simeone stjóri Atletico hafa ekki náð vel saman og Felix vill fara frá félaginu. Hann hefur verið orðaður við nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni.

Evra segir að Felix sé frábær leikmaður en ekki sá sem United vantar. Hann vilji ekki að United spili fallegan bolta.

„Ég vil ekki a ðUnited liti fallega út. Með leikmenn eins og Felix mun fólk segja hversu fallega við spilum, mér er alveg sama um það. Ég vil að við verðum ljótir og erum með leikmann eins og Filippo Inzaghi og fólk segir 'Hver í ósköpunum er þetta? Getur ekki einu sinni hlaupið með boltann' en í lok tímabils er hann með yfir 20 mörk," sagði Evra.