lau 07.jan 2023
Weghorst kvaddi stuðningsmenn - Á leið til Man Utd?

Orðrómur sem segir hollenska sóknarmanninn Wout Weghorst vera á leið til Manchester United hefur stigmagnast á síðustu klukkustundum.



Weghorst kynti undir orðróminum með því að kveðja stuðningsmenn Besiktas þegar hann fagnaði sigurmarkinu í sigri liðsins í tyrknesku deildinni í dag.

Hinn þrítugi Weghorst er búinn að gera 8 mörk í 16 deildarleikjum með Besiktas en hann er hjá félaginu á lánssamningi frá Burnley. Hann gekk í raðir Burnley í fyrra en tókst aðeins að skora tvisvar og gefa þrjár stoðsendingar í 20 leikjum er félagið féll úr efstu deild.

Weghorst, sem spilaði með hollenska landsliðinu á HM, var lengst af hjá Wolfsburg á ferlinum þar sem hann skoraði 70 sinnum í 144 leikjum. Hann er 197cm á hæð og skoraði bæði mörk Hollands gegn Argentínu á HM.