lau 07.jan 2023
[email protected]
Frakkland: Áhugamenn unnu gegn atvinnumönnum
Frönsku efstudeildarfélögin Mónakó og Nice eru úr leik í franska bikarnum eftir leiki dagsins. Clermont sem er einnig í efstu deild datt þá úr leik gegn áhugamannaliði úr sjöttu efstu deild franska deildakerfisins.
Þessi dagur hefur komið frönskum fótboltaunnendum í opna skjöldu þar sem ekki var búist við að þessi félög myndu tapa leikjum sínum í dag. Mónakó er í fimmta sæti frönsku deildarinnar og komst í tveggja marka forystu gegn B-deildarliði Rodez en gestirnir náðu að koma til baka og jafna. Þeir knúðu leikinn þannig í vítaspyrnukeppni og höfðu betur. Nice tapaði á útivelli gegn Le Puy-en-Velay sem leikur í C-deildinni en Clermont tapaði fyrir áhugamannaliði Strasbourg-Koeningshoffen - sem leikur í sjöttu efstu deild. Marseille, Lens, Lyon og Nantes unnu sína leiki í dag og eru komin áfram í 32-liða úrslitin. Le Puy-en-Velay 1 - 0 Nice Strasbourg-Koenigshoffen 0 - 0 Clermont 4-3 eftir vítaspyrnukeppni Mónakó 2 - 2 Rodez 4-5 eftir vítaspyrnukeppni Hyeres 0 - 2 Marseille Linas-Montlhery 0 - 2 Lens Lyon 2 - 1 Metz Virois 0 - 2 Nantes
|