lau 07.jan 2023
Alisson gaf Úlfunum bæði mörkin - Staðan er 2-2

Jürgen Klopp tefldi fram sterku byrjunarliði er Liverpool tók á móti hálfgerðu varaliði Wolves í síðasta leik kvöldsins í 64-liða úrslitum enska bikarsins.Goncalo Guedes tók forystuna fyrir Úlfana á 26. mínútu eftir skelfileg markmannsmistök Alisson Becker en Liverpool náði að koma til baka og taka forystuna með mörkum frá Darwin Nunez og Mohamed Salah.

Úlfarnir gáfust þó ekki upp. Leikurinn var jafn og opinn og náði Hwang Hee-Chan að gera jöfnunarmark á 67. mínútu eftir önnur hrikaleg mistök hjá Alisson.

Í fyrra skiptið gaf Alisson boltann beint á Guedes sem þakkaði fyrir sig með að skora í opið mark. Í seinna skiptið missti Alisson boltann í gegnum klofið á sér eftir að Hwang skaut honum í varnarmann.

Sjón er sögu ríkari.

Sjáðu fyrra mark Úlfanna
Sjáðu seinna mark Úlfanna