sun 08.jan 2023
Ísland í dag - Vináttulandsleikur í Portúgal
Sævar Atli Magnússon gæti spilað sinn fyrsta landsleik í dag.

Íslenska karlalandsliðið spilar við það eistneska í vináttulandsleik sem fer fram í suðurhluta Portúgal.



Um er að ræða vináttuleik utan alþjóðlegs landsleikjaglugga og því eru nokkrir leikmenn sem spila á Íslandi í leikmannahópinum.

Ísland er að mæta Eistlandi í fyrsta sinn eftir að hafa unnið Eystrarsaltsmótið en þar höfðu Strákarnir okkar betur gegn Litháum og Lettum án þess að fá leik við Eista.

Þá eru tveir aðrir leikir á dagskrá en þeir eru báðir í íslenska boltanum og fara fram á Íslandi.

Annars vegar mætast Ísbjörninn og Árbær í úrslitaleik Íslandsmótsins í Futsal og hins vegar eigast Þór/KA og Þór/KA2 við í Kjarnafæðismóti kvenna.

Vináttulandsleikur:
17:00 Eistland - Ísland (Viaplay)

Íslandsmótið í Futsal:
14:00 Ísbjörninn - Árbær

Kjarnafæðismót kvenna:
15:00 Þór/KA2 - Þór/KA