sun 08.jan 2023
England í dag - City og Chelsea mætast í annað sinn á þremur dögum
Mynd: Getty Images

Enski FA bikarinn er í fullu fjöri yfir helgina og er einn stórleikur á dagskrá í dag en það er jafnframt lokaleikur helgarinnar.Það eru enn nokkur úrvalsdeildarfélög sem eiga eftir að spila sína bikarleiki í 64-liða úrslitunum en Leeds United heimsækir Cardiff City til Wales í dag áður en Aston Villa tekur á móti Stevenage.

Stórveldin Manchester City og Chelsea voru svo óheppin að dragast saman í þessari umferð og ljóst að annað hvort þeirra mun detta úr leik óvanalega snemma í ár.

Þetta verður önnur viðureign liðanna á þremur dögum eftir að þau mættust í úrvalsdeildarleik á Stamford Bridge í miðri viku. Þar hafði Man City betur þökk sé marki frá RIyad Mahrez.

Einhverjir af leikjunum verða sýndir á Stöð 2 Sport og aukastöðvum.

Leikir dagsins:
12:30 Derby County - Barnsley
12:30 Bristol City - Swansea
14:00 Stockport - Walsall
14:00 Norwich - Blackburn
14:00 Hartlepool - Stoke City
14:00 Cardiff City - Leeds
16:30 Aston Villa - Stevenage
16:30 Man City - Chelsea