sun 08.jan 2023
Myndband: Stuðningsmenn Inter keyrðu til Monza á vespum

Monza og Inter áttust við í nágrannaslag í gærkvöldi og tókst nýliðum Monza að knýja fram jafntefli eftir frábæra frammistöðu í síðari hálfleik.



Inter réði gangi mála fyrir leikhlé en það voru heimamenn í Monza sem stjórnuðu ferðinni í síðari hálfleik og tókst að gera jöfnunarmark í uppbótartíma.

Gestunum mistókst því að sigra gegn nýliðunum en þeir geta ekki kennt stuðningsmönnum um, sem fjölmenntu til Monza. Í stað þess að taka rútu eins og stuðningsmenn gera yfirleitt ákváðu þeir að keyra yfir á vespunum sínum, enda er stutt á milli Mílanó og Monza.

Stuðningsmenn mættu á nokkur hundruð vespum og lituðu miðbæ Monza rauðan með blysunum sínum, eins og má sjá hér fyrir neðan.

Þeir voru þó ekki alveg jafn vel stemmdir eftir lokaflautið.

Sjáðu vespuher stuðningsmanna Inter