sun 08.jan 2023
[email protected]
Benfica til rannsóknar vegna gruns um veðmálasvindl
 |
Stuðningsmenn Benfica. |
Portúgalska félagið Benfica er til rannsóknar vegna gruns um veðmálasvindls frá árunum 2016-2020.
Rui Costa, forseti félagsins, er einn þeirra sem er talinn hafa tekið þátt í þessu.
Þessar fregnir koma aðeins einu og hálfu ári eftir að Luis Filipe Vieira, fyrrverandi forseti Benfica, var neyddur til að segja af sér eftir að hafa verið handtekinn vegna skattsviks, stórfelld sviks, skjalafölsun og peningaþvætti.
Ráðning Rui Costa eftir vandræðin sem klúbburinn hafði komið sér í hjá Vieira átti að vera merki um nýja tíma en nýjustu fregnirnar eru mikið áhyggjuefni fyrir félagið. Rannsóknin er sögð stafa af aðgangi saksóknara að tölvupóstum, þar sem Benfica er sakað um að hafa notið góðs af nokkrum fyrirfram ákveðnum úrslitum á þessum fjórum árum.
|