sun 08.jan 2023
[email protected]
Grikkland: Viðar Örn skoraði úr 'Panenka' víti - Hörður tapaði í toppslag
Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Atromitos ásamt Samúel Kára Friðjónssyni þegar liðið tók á móti Ionikos í grísku deildinni í dag.
Viðar lét til sín taka strax í upphafi þegar hann fékk vítaspyrnu sem varð til þess að varnarmaður Ionikos var rekinn af velli. Viðar steig sjálfur á punktinn og skoraði með því að vippa beint á markið, svokölluð Panenka spyrna. Annað mark Atromitos kom eftir tæplega klukkutíma leik og þar við sat. 2-0 sigur Atromtios staðreynd. Samúel og Viðar voru báðir teknir af velli þegar skammt var til leiksloka. Hörður BJörgvin Magnússon var í byrjunarliði Panathinakos sem heimsóktti AEK í toppslag. AEK fór með 1-0 sigur af hólmi og minnkaði forskot Panathinakos á toppi deildarinnar í fjögur stig. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi Olympiakos í fjórða leiknum í röð en liðið vann Volos 4-0. Olympiakos er í 4. sæti sjö stigum á eftir Panathinakos. Atromitos er í sjöunda sæti með 22 stig eftir 17 leiki.
|