sun 08.jan 2023
Ítalski bikarinn: Öll Íslendingaliðin áfram - Alexandra skoraði

Riðlakeppninni í ítalska bikarnum lauk í dag en nokkrir íslendingar voru í eldlinunni.



Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði FIroentina sem vann Verona 4-0 en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði þriðja mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Juventus vann Brescia 4-1 en Sara Björk Gunnarsdóttir er enn fjarverandi vegna meiðsla.

Anna Björk Kristjánsdóttir kom ekkert við sögu í 1-1 jafntefli Inter gegn Parma. Þá valtaði AC Milan yfir Lazio 7-0.

Öll Íslendingaliðin eru komin áfram í átta liða úrslit

Svona verða átta liða úrslitin:
Inter - Sampdoria
Milan - Fiorentina
Roma - Pomigliano
Juventus - Fortitudo Mozzecane

Fyrri viðureignirnar fara fram 24. janúar og seinni þann 7. febrúar.