sun 08.jan 2023
Kjarnafæðimótið: Þór/KA vann Þór/KA 2
Sandra María Jessen skoraði í dag

Þór/KA 2 1 - 4 Þór/KA
0-1 Hildur Anna Birgisdóttir ('2 )
1-1 Una Móeiður Hlynsdóttir ('24 )
1-2 Rebekka Sunna Brynjarsdóttir ('46 )
1-3 Sandra María Jessen ('69 )
1-4 Sonja Björg Sigurðardóttir ('90 , Sjálfsmark)Aðallið Þór/KA vann Þór/KA 2 í Kjarnafæðimótinu í Boganum í dag.

Einhver forföll voru á leikmönnum en 28 leikmenn mættu og var þeim skipt í tvö lið.

Þór/KA komst yfir strax á 2. mínútu en Þór/KA 2 jafnaði metin. Aðalliðið komst aftur yfir strax í upphafi síðari hálfleiks og Sandra María Jessen kom liðinu síðan 1-3.

Sonja Björg Sigurðardóttir í Þór/KA 2 varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á lokamínútunum.

Þór/KA hefur unnið báða leiki sína til þessa og er á toppnum en Þór/KA 2 er í 2. sæti með þrjú stig eftir tvo leiki.