mán 09.jan 2023
[email protected]
Verðlaunin komu Hákoni ekki á óvart - „Annað hvort ég eða Arnór"
 |
Hákon Arnar Haraldsson. |
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var fótboltamaður ársins á Íslandi í fyrra.
Hann varð danskur meistari með FC Kaupmannahöfn, lék sína fyrstu leiki í Meistaradeild Evrópu og spilaði sömuleiðis sína fyrstu A-landsleiki.
Í viðtali við Bold ræðir hann stuttlega um árið sem hann átti. Hann kveðst stoltur af því.
„Þetta hefur verið stórkostlegt ár fyrir mig þó íslenska landsliðið hafi ekki spilað nægilega vel," segir Hákon.
Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að vera fótboltamaður ársins á Íslandi. „Nei, þetta kom mér ekki á óvart. Það var annað hvort ég eða góður vinur minn, Arnór SIgurðsson. Ég er bara 19 ára, en þetta kom mér ekki á óvart." Um markmið sín árið 2023 segir hann: „Ég vil bara vinna deildina og bikarinn. Ég vil bara skora fleiri mörk og leggja meira upp," segir Hákon sem var nýverið orðaður við Salzburg í Austurríki.
|