mið 11.jan 2023
Fagnaðarlæti er Haller snéri aftur á völlinn
Sebastien Haller
Fílabeinsstrendingurinn Sebastien Haller snéri aftur á völlinn í dag er Borussia Dortmund vann Fortuna Dusseldorf, 5-1, í æfingaleik.

Framherjinn var keyptur frá Ajax fyrr í sumar fyrir 30 milljónir evra en veiktist skyndilega í æfingabúðum liðsins og kom þá í ljós að hann væri með krabbamein í eistum.

Hann er búinn að gangast undir tvær aðgerðir, sem heppnuðust vel og þá farið í fjórar geislameðferðir.

Haller byrjaði að æfa einn á æfingasvæði Ajax áður en hann snéri aftur til Dortmund í síðasta mánuði.

Það var svo mikið fagnaðarefni í dag er hann snéri aftur á völlinn með þýska félaginu í 5-1 sigrinum á Fortuna Dusseldorf.

Haller spilaði síðustu fimmtán mínútur leiksins og er Dortmund þarna að fá inn mikil gæði í seinni hluta tímabilsins.